facebook boost, búst, auglýsingar

Bústaðu bara 10%

Vinkona mín skellti á mig spurningu um daginn: “Get ég bústað uppfærslu af persónulegu síðunni minni”? Og svarið er: “Nei, það er ekki hægt. Það er bara hægt að bústa uppfærslum af Facebook læksíðum. Og ef þú ætlar virkilega að nota pening í auglýsingar á Facebook, þá áttu alls ekki að bústa”.

Það eru sem sagt Facebook síður sem geta bústað uppfærslurnar sínar og Facebook otar í sífellu að þér möguleikanum. Fólk þekkir þetta, án þess að gera sér fulla grein fyrir hvað gerist eða hvernig það eyðir peningum fyrirtækisins í bústið. Og innan úr fyrirtækinu, úr öllum áttum heyrist: “bústaðu nú þessu – við þurfum að fá nokkur búst á þetta”. En ef eitthvað er sóun á auglýsingapeningum, þá er það búst á uppfærslur, hægri/vinstri. Og af hverju það?

Bústið gerir fyrst og fremst eitt. Það sýnir ákveðna uppfærslu ákveðið oft fyrir ákveðinn, tilgreindann markhóp. Nýlega hefur bústið fengið aðgang að Messages og svo að bóka. Auglýsingakerfi Facebook býður hins vegar uppá 11 mismunandi leiðir til að láta herferðina vinna fyrir þig og býður þeim sem nýta það, aðgang að 100 þúsund blæbrigðum í hegðun notanda, auk þess að setja reikniheila Facebook í gang með að læra á nákvæmlega þinn markhóp og þar með auka áhrif auglýsinganna og lækka kostnað.

Bústið er auðveld og fljóttekin tekjulind fyrir Facebook, en þrátt fyrir það ráðleggur Facebook að fyrirtækin noti aðeins 10% af auglýsingabudgettinu á “búst” en noti 90% af þeim fjármunum, sem fyrirhugað er að ráðstafa í auglýsingar – í aðgerðir sem finnast í auglýsingastjóranum.

Og hver er munurinn?

Lífræn (organic) nálgun við markhópinn, þar sem margir sjá og sýna viðbrögð við innihaldinu þínu er fallandi og Facebook færir sig óðum yfir í fasann “borga til að leika” – þ.e. til að koma innihaldinu til markhópsins og virkilega hafa áhrif á hann, þá þarf fyrirtækið að setja pening í hreinar auglýsingar á Facebook. Uppfærslur, sem eru froðusnakk eða beinar auglýsingar komast hreinlega ekki í gegn til notandans.

Bústhnappurinn er afskaplega auðveld lausn, en getur verið sérlega gagnslaus, nema til að henda peningunum út um gluggann. Þeir sem virkilega vilja nota auglýsingakrónurnar sínar og ná árangri, læra einfaldlega að nota auglýsingakerfið og þá annað hvort auglýsingastjórann eða “Power editor”. Segja má að “búst” sé fyrst og fremst fyrir þá sem ekki leggja á sig að læra hvernig má ná árangri með auglýsingum á Facebook.

Facebook veit meira um hvern og einn notanda en notandinn sjálfur eða nánasta fjölskylda veit um viðkomandi. Reiknikerfi Facebook og gervigreindin sem potar að okkur niðurstöðum getur í þessum skrifuðu orðum gefið okkur möguleika á sem sagt yfir 100 þúsund blæbrigðum í hegðun hvers og eins. Og vilji fyrirtæki virkilega vinna með þessar upplýsingar, sem auglýsingakerfið gefur okkur aðgang að, þarf einfaldlega að komast að því hvernig hlutirnir virka. Læra að hjóla sem sagt.

Þú getur valið auðveldari leiðina að markinu og lært á Auglýsingastjórann sem er fyrir alla. En svo er til stóri bróðir, sem heitir Power Editor, sem er auglýsingastjórinn á sterum. Þessar tvær aðgerðir eru þó hægt og rólega að renna saman á margan hátt og verða væntanlega að einni í náinni framtíð.

Með auglýsingastjóranum getur þú til dæmis:

Unnið með mismunandi hegðun herferða – hátt á annan tug. Hægt er að velja aukna umferð á vefsíðu eða fleiri áhorf á myndband.
Nota endurmarkmiðun, sem er arfavinsælt og þýðir að hafi notandi til dæmis einu sinni komið inn á heimasíðu fyrirtækisins síðustu þrjá mánuði, þá má minna hann á að koma aftur og gera kaup eða skoða eitthvað nýtt.
Hægt er að skapa beina tengingu auglýsingar og sölu.
Auglýsa í Messenger.
Skapa “lookalike” og sérsniðna markhópa.
Gera margar mismunandi útgáfur af sömu auglýsingunni til að sjá hvaða áhrif t.d. mismunandi myndir eða titill hefur.
Og ótal margt annað.

Með bústhnappnum er einungis hægt að taka ákveðna uppfærslu og birta hana til að sýna ákveðnum fjölda.

Eitt af því allra skemmtilegasta að vinna með í auglýsingakerfinu eru sérsniðnu markhóparnir. Þú getur prófað að búa til þína eigin eða notfært þér aðstoð gervigreindar Facebook, sem þá ryksugar fyrir þig gagnagrunninn í leit að þeim markhópi sem þú óskar. Þú gætir til dæmis óskað eftir hóp sem hefur horft á 25% af ákveðnu myndbandi – og vilt sýna þeim myndbandið aftur, því það gæti hvatt til sölu á vörunni eða þjónustunni, sem þú býður.

Alt of mörg fyrirtæki eru enn föst í hugsun sem hentar betur til að ná árangri í dagblaði eða skjáauglýsingum. Til að vinna með kosti öflugasta auglýsingamiðil dagsins í dag, þarf að breyta hugsunarhætti og aðferðafræði. Áður en þú getur selt, þarftu að skapa traust.

Í flestum tilvikum er áhrifamest þegar við tölum um það hvernig við notum takmarkað auglýsingafé – að ákveða fyrst hverju við viljum ná (hver er breytan) með auglýsingunni og síðan framleiða efni, sem fullnægir þeim þörfum. Og nýta auglýsingastjórann til hins ítrasta til að mæta þörfunum. Oftar en ekki fara fyrirtækin öfugt framúr og reyna að bústa uppfærslu án þess að virknin, óskin um árangur sé að öðru leyti skilgreind. Þetta er svolítill arfur frá einsleitum og einstefnumiðuðum auglýsingamiðlum eins og dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi – þar sem birtingin er eina formið. Núna er öldin allt önnur. Með því að velja rétta aðgerð, rétt markmið og hárréttann markhóp þá er hættara við að þú náir að snúa þeim sem dettur yfir boðskapinn þinn, frá því að vera aðgerðalaus yfir í að taka næsta skref – að nýta sér þjónustuna sem þú hefur uppá að bjóða. Með því að smella á bústhnappinn ertu að horfa á eftir peningunum þínum út í buskann. Jú, þú færð kannski birtingar en ekki annað.

Allir sem nota auglýsingakrónurnar sínar á Facebook óska að sjálfsögðu eftir því að hafa stjórn á því hvernig aurarnir nýtast sem best – það gildir væntanlega sérstaklega minni fyrirtæki, sem oftar en ekki hafa takmarkaðri miðla til ráðstöfunar.
Og þá er einungis eitt ráð, hætta að bústa og fara að auglýsa!

Skoðaðu auglýsinganámskeið Webmom í Endurmenntun H.Í. í Háskólanum á Akureyri eða pantaðu einkanámskeið.

Scroll to Top