NÆSTU NÁMSKEIÐ

Akureyri – í apríl 2018.

SÍMENNTUN H.A. – SKRÁ SIG!

Í Reykjavík 3. og 5. apríl 2018

ENDURMENNTUN HÍ, SKRÁ SIG!

ERTU Í VESENI MEÐ FACEBOOK?

Ert þú að velta fyrir þér hvort fyrirtækið eigi að vera á Facebook eða hefur þú þegar gert gagnslitla tilraun til að koma fyrirtækinu fyrir á samfélagsmiðlum? Í hvernig samskiptum ert þú við markhópinn þinn? Ríflega 70% Íslendinga eru á Facebook og líklega átt þú erindi einmitt þar sem flestir viðskiptavinir þínir halda til. Viltu komast hjá því að gera 10 algengustu mistökin í notkun á Facebook fyrir fyrirtæki?

Facebook síða fyrirtækisins getur verið fréttablað og fjölmiðill þar sem hægt er að viðhalda viðskiptatengslum og skapað ný.
Með Facebook getur þú aukið sýnileika í leitarvélum og sparað útgjöld þegar kemur að markaðssetningu, þjónustu og samskiptum. Að auki getur þú á Facebook nálgast viðskiptavininn á persónulegri hátt og þannig hnýtt viðskiptatengslin enn traustari böndum.
Það er auðvelt að gera stór mistök þegar fyrirtæki er sett á Facebook og/eða aðra samfélagsmiðla. Á þessu námskeiði sneiðir þú hjá 10 algengustu mistökunum og stillir síðuna þína rétt. Þú lærir að nýta Facebook síðu fyrirtækisins sem öflugan samfélagsmiðil sem hittir í mark. Þú lærir líka að skapa raunveruleg tengsl við hópinn þinn sem vaxa og dafna, um leið og þú stækkar og viðheldur markhópnum með markaðssetningu til framtíðar í huga.
Námskeiðið er grunnnámskeið, við förum skref fyrir skref yfir stillingar síðunnar, hvernig þú skapar árangursríka viðveru í netsamskiptum og markaðssetningu, framleiðir upplýsandi og áhugavert innihald sem stækkar markhópinn og viðheldur áhuganum. Þú nærð stjórn á samtalinu um þína vöru, þjónustu og þitt fyrirtæki.
Gerðu Facebook síðuna þína að alvöru markaðsmiðli og hafðu gaman af í leiðinni.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Tæknilega uppbyggingu Facebook viðskiptasíðunnar, svo þú getir stillt hana rétt (vertu búin að setja upp síðu áður en námskeiðið hefst)
• Tímalínuna og samskiptatækni
• Myndræn samskipti og markaðssetningu, bæði ljósmyndir og myndbönd
• Hlutverk stjórnenda og af hverju við ættum að hafa fleiri en einn stjórnanda
• Hvað þýða “like”, “reach”, “engagement” fyrir FB síðuna og hvernig vinnum við með tölfræðina?
• Tengingar við aðrar síður
• Uppfærslur og hvað ber árangur, innihaldsmarkaðssetning
• Hugtök, leiðir og áhrifaþætti í markaðssetningu á samfélagsmiðlum
• Hvernig spila heimasíðan og samfélagsmiðlarnir saman og hvað þarf að hafa í huga?

Ávinningur þinn:
• Facebook síða sem virkar rétt og er öflugt markaðstæki
• Þekking á tæknilegum möguleikum og tengingum
• Facebook síða sem eykur sýnileika fyrirtæksins í leitarvélum
• Facebook síða sem vinnur með öðrum miðlum fyrirtækisins
• Facebook síða sem eflir samskipti við viðskiptavini og eykur þar með þekkingu á vöru/þjónustu fyrirtækisins
• Grunnþekking á aðferða- og hugtakafræði samskipta- og innihaldsmarkaðssetningar
• Meginreglur sem gilda til að síðan nái sem mestum og víðtækustum áhrifum

Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja ná sem mestum árangri og nýta til fulls möguleika Facebook og samfélagsmiðla, sem markaðstækis. Námskeiðið er sérstaklega vel sniðið að þörfum minni fyrirtækja, félaga og stofnana ásamt starfsmönnum markaðs- og samskiptasviða stærri fyrirtækja.

Umsagnir:
“Mjög gott og ítarlegt efni, frábær kennari.”
“Frábært hvað Maríanna hefur brennandi áhuga á efninu og miðlar af ástríðu.”
“Flott námskeið og frábær kennari. Virkilega gaman! Takk fyrir.”
“Frábær þjónusta. Mjög góður aðbúnaður og vandað námskeið.”

Facebook fyrir fyrirtæki. Grunnnámskeið H.A. – testimonials

Þær höfðu þetta um málið að segja… En frá mér til ykkar er ekkert nema þakklæti og gleði. Þú sem varst á námskeiði í Facebook grunnfræðum í Símenntun Háskólans á Akureyri að þessu sinni. Hópurinn var frábær og ég hlakka til að sjá þig aftur í nýjum pælingum. Gangi þér allt í haginn með fyrirtækið og framkvæmdir allar.

Posted by Webmom.eu on 22. mars 2017

2018-01-07T21:19:09+00:00