facebook_pixel

NÆSTU NÁMSKEIÐ

Akureyri, mán. 11 sept. kl. 13-16

SÍMENNTUN H.A. – SKRÁ SIG!

Reykjavík, fim. 28. sept. kl. 13:00 – 16:00

ENDURMENNTUN HÍ, SKRÁ SIG!

FACEBOOK FYRIR FÓLK Á BESTA ALDRI

Samfélagsmiðlar með Facebook í broddi fylkingar eru samskiptamáti nútímans. Ef maður vill fylgjast með afmælisdögum, sjá myndir af barnabörnum, frétta af útskriftum og brúðkaupsafmælum, þá er Facebook staðurinn.
Það er á Facebook sem þú færð upplýsingar um skemmtilegar uppskriftir, nýjustu fréttir af þínum áhugasviðum og þar sem þú getur öðlast áhuga fyrir nýjum hlutum og komist í kynni við nýtt og skemmtilegt fólk – nú eða tengst glötuðum vinum á nýjan leik.

Það er auðvelt að finna gleði í því að nýta Facebook til samskipta við fjölskyldu og vini og til að upplifa hafsjó af skemmtilegum upplýsingum. En stundum vantar herslumuninn á að gleðin sé fullkomin, því tæknin á það til að stríða manni.

Á þessu námskeiði bætum við heldur betur úr því.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Nokkur grunnatriði er varða notkun á Facebook.
• Hvernig þú getur komist í samband við vini, hvernig þú getur tekið þátt í hópum og hvernig þú kemst í samband við Facebook síður, sem þér gæti líkað við.
• Hvernig þú deilir myndum og greinum með öðrum og hvernig hlaða má upp myndum og myndböndum.
• Hvaða stillingar þurfa að vera fyrir hendi til að deila efninu þangað sem við viljum.
• Muninn á persónulegu síðunni þinni og fréttaveitunni. Þú kynnist hópum og Facebook síðum og þú færð ábendingar um öryggisatriði.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað þér sem vantar herslumuninn í því að ná valdi á grunnleikni í að nota Facebook síðuna þína dags daglega. Við erum að tala um persónulegar síður og hvernig þú notar samfélagsmiðilinn til að vera í persónulegum tengslum við vini og vandamenn. Þú þarft að hafa stofnað Facebook síðu og koma henni í gang áður en þú mætir.

Aðrar upplýsingar:
Þú þarft að mæta með fartölvu eða töflu. Kennslan fer fram á fartölvu, en við kíkjum lauslega á töfluútgáfuna samhliða.
Facebook er alltaf að breytast og kennslan tekur mið af nýjustu uppfærslum.

https://photos.google.com/share/AF1QipOtH0NL2umV0TathxpRAdtExvsK4LvGWTm39S1-IsCUMNMblA0NN78nBrhGM6lr6w?key=NDY5NlBMcXFNcENyc20wSkRDRnl4dlBOcm5zdjhB

2017-08-15T12:49:18+00:00