NÆSTU NÁMSKEIÐ

Akureyri apríl, 2018

SÍMENNTUN H.A. – SKRÁ SIG!

Reykjavík, apríl 2018

ENDURMENNTUN HÍ, SKRÁ SIG!

NÝTTU AUGLÝSINGAKERFI FACEBOOK EINS OG FAGMANNESKJA?

Það geta allir auglýst á Facebook, en stundum fara auglýsingakrónurnar einhvern veginn út um gluggann. Af hverju? Jú, eðli FB auglýsinga og aðferðir við að auglýsa á FB liggja ekkert í augum uppi. Við bætum úr því á þessu námskeiði og kennum réttu handtökin, hugmyndafræðina og trixin við að auglýsa á Facebook.
Náðu hámarksáhrifum í hvert sinn sem þú ætlar að ná sambandi við markhópinn þinn. Framleiddu auglýsingar, lærðu á auglýsingastjórann, stjórnaðu kostnaðinum og nýttu þér þennan áhrifamesta auglýsingamiðil heims eins vel og kostur er.

Auglýsingar á Facebook eru yfirgripsmikið fyrirbæri og þetta námskeið gefur fyrst og fremst grunnfærni í að nýta sér þennan öflugasta auglýsingamiðil heims.

Á námskeiðinu skoðum við mismunandi leiðir til að auglýsa á Facebook, því auglýsing á Facebook er hreint ekki bara einföld auglýsing. Við hefjum ferðina á því að kynna okkur hvernig auglýsingar á samfélagsmiðlum aðgreina sig frá „hefðbundnum” auglýsingum.

Farið er yfir samsetningu herferðar, þar sem nýttar eru fleiri en ein leið til að ná til markhópsins og hvernig Instagram nýtist sem viðbót (eða sértæk leið). Unnið er með tölfræði og markhópagreiningu og hvernig útgjöldum er háttað.

Fjallað er um hönnun auglýsingar, texta, myndir, vídeó og uppfærslur. Hvers konar efni hefur áhrif, hvernig efni er hægt að framleiða án mikils tilkostnaðar og hvernig blöndum við góðan kokteil?
Rætt er um vöktun auglýsinga og prófun sem og hvar og hvernig auglýsingin birtist.
Einnig er rætt um muninn á auglýsingastjóranum og „Power editor“, hvar þú finnur niðurstöðurnar og hvernig þú getur fylgst með árangri auglýsinganna.

Á námskeiðinu er fjallað um:
Mismunandi auglýsingaleiðir á Facebook og hvernig við náum sem bestu sambandi við markhópinn.
Hvert þrep í uppsetningu Facebook auglýsingar. Hönnun auglýsinga, texta og myndir.
Hvernig stjórna á útgjöldum og nálgast skýrslur.
Hvernig auglýsingastjórinn virkar sem og tenging FB auglýsinga og Instagram auglýsinga.

Ávinningur þinn:
Aukin þekking og innsýn í þann mismun sem einkennir markaðssetningu á hefðbundnum miðlum og samfélagsmiðlum.
Þekking á mismunandi auglýsingaleiðum Facebook.
Verkleg kennsla í uppsetningu Facebook auglýsinga.
Þekking á tölfræði markhópsins og hvernig þú getur nýtt þér upplýsingarnar til að ná árangri.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja ná góðri grunnstjórn í að nýta sér Facebook auglýsingar og skilja út á hvað þær ganga. Námskeiðið er sérlega hentugt fyrir eigendur minni fyrirtækja, fulltrúa stofnana og félagasamtaka, en einnig fyrir starfsfólk markaðs- og samskiptadeilda stærri fyrirtækja, sem ætla sér að auglýsa á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram.

Umsagnir:
“Frábært í alla staði. Góð kennsla á gríðarlega nytsamlegu efni.”
“Námskeið til fyrirmyndar – afar praktískt.”
“Flott yfirferð og farið vel í mikilvægustu aðferðirnar.”
“Námskeið í heild alveg frábært.”

Auglýstu á FB og hafðu gagn og gaman af, láttu krónurnar þínar…

Auglýsingar á Facebook geta verið algjört torf. En verður leikur einn og gífurlega skemmtilegt þegar þú ert búin að vera á FB auglýsinganámskeiði. Við vorum að leika okkur með "testimonials" á Akureyri á nýafstöðnu námskeiði í Símenntun Háskólans á Akureyri – En nú er komið að ÞÉR…námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands ..handan við hornið. Þú getur enn náð að skrá þig ef þú smellir á hlekkinn NÚNAhttps://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=107V17&n=auglystu-a-facebook

Posted by Webmom.eu on 22. mars 2017

2017-11-03T11:33:55+00:00