1 skref sem leysir samskiptaleysi heimasíðunnar við samfélagsmiðla

Flest okkar hafa einhvern tíma reynt að deilt hlekk frá áhugaverðu efni, sem við dettum yfir á netinu. Við viljum deila til að vekja athygli vina okkar á innihaldi, sem okkur finnst skipta máli og þá er skemmtilegra að efnið sé “deilanlegt”, þ.e. að heimasíðan sem er upprunalind efnis, geti “talað við” samfélagsmiðlana eins og Facebook. Nú eða þá að við erum að framleiða upplýsingar og skemmtilegt efni á heimasíðunni sem við stjórnum og viljum endilega dreifa því áfram á markhópinn okkar og þá er ekkert verra en að myndin og textinn skili sér ekki á Facebook síðuna eða sé á annan hátt út úr kú.

Deila efni frá heimasíðu, facebook debugger

Facebook sýnir stundum engar myndir eða skringilegar myndir þegar efni er deilt frá heimasíðu. Nú eða þá að titlar og inngangur sést alls ekki. Stundum stendur bara “Home” þegar við ætlum að deila mikilvægu efni og það er ekki leiðin til að vekja áhuga í fréttastreymi samfélagmiðlanna. Margir bölva þá fjesinu, en vesenið á rætur að rekja í uppsetningu á vefsíðunni og hvernig vefsíðan sjálf kemur skilaboðum áleiðis til Facebook um hvernig birta á efnið. Facebook (Twitter, G+ og allir aðrir samfélagsmiðlar) hlýðir bara skilaboðunum. Það geta legið margar ástæður að baki, en liklegasta orsökin og sú einfaldasta að leysa, er röng notkun heimasíðunnar á því sem heitir Open Graph tags.

Þú þarft hvorki að fórna höndum eða vera tæknilega sinnuð til að sjá hvað er að. Þú tekur hreinlega og kópierar slóðina á viðkomandi grein og stingur inn í Facebook Sharing Debugger. Þetta tæki er ókeypis og í boði Facebook og finnst í verkfærakassanum sem stendur öllum til boða sem eru að vinna með efni á netinu. Debuggerinn skoðar siðuna þína, lítur á töggin og sýnir villurnar.

Smelltu þér á Debuggerinn HÉR: https://developers.facebook.com/tools/debug/

Ef þú ert ekki sjálf að sinna heimasíðunni sem er til vandræða, hafðu þá samband við vefhönnuðinn og biddu um leiðréttingar. Ef síðan er WordPress síða, sem er reyndin með þriðju hverja heimasíðu í dag – er málið einfalt, tekur ekki langan tíma og ætti ekki að kosta mikið – helst ekkert því sýnileiki efnis á samfélagsmiðlum ætti að vera hluti af grunnvirkni hverrar heimasíðu. Hægt er að setja upp einfaldar og öflugar viðbætur, sem aðstoða við réttar deilingar eins og t.d. Facebook Open Graph, Google+ and Twitter Card Tags – sem meðhöndlar ekki einunis Facebook deilingar, Twitter og Google+ eru með í pakkanum. Yoast SEO er svo annað plugin sem allar heimasíður í WordPress ættu að nota til að auka sýnileika í t.d. leitarvélum og annars staðar þar sem efnið á að dreifast (ath. að setji maður báðar viðbætur upp er best að aftengja Open Graph tagging í Yoast annars gæti orðið árekstur).

deila með hlekk eða hnappi

Byrjum á því að skoða stöðuna með því að taka hlekkinn á síðunni, sem á að deila og afrita, fara yfir á Facebook Debugger og sjá hvernig niðurstaðan verður.

debugger

Þú afritar hlekkinn í reitinn og smellir á “Debug” (þú getur líka lesið þér til um hvernig þetta virkar allt saman).

Ef hlekk hefur ekki verið deilt á Facebook áður mun “Debuggerinn” láta þig vita af því og biðja um að sækja nýjar upplýsingar. Smelltu á þann hnapp.

Ef efninu hefur verið deilt áður eða ef Facebook er ekki að sýna t.d. mynd í fyrstu atrennu, þarf stundum að segja þeim að “Scrape Again”. Smelltu á þann hnapp.

Nú les Facebook mynd, titil og texta eins og ætlast er til og efnið mun deilast fallega og á áhugaverðan hátt næst þegar þú vilt smella á deilihnappinn á viðkomandi síðu (sem allar vefsíður eiga að hafa í dag) nú eða þá taka hlekkinn og deila á Facebook síðu fyrirtækisins til að upplýsa viðskiptavini þína.

mynd of lítil

En sumir eru í standandi vandræðum með að gera einföldustu hluti rétt. Webmom er að vinna að verkefni næstu mánuði þar sem vísindi og lífríki koma mikið við sögu og því upplagt og eiginlega nauðsynlegt að deila efni um allskonar skemmtileg skorkvikindi á dönskum samfélagsmiðlum. Ein besta upplýsingalindin er videnskab.dk – en hér eru menn ekki alveg með á nótunum og því upplagt að benda þér á hvað er að svo þú dettir ekki í sömu gryfjuna. Hér á myndinni fyrir ofan um heila skordýra, er myndin sem fylgir greininni hreinlega of lítil til að Facebook breiði úr henni og gefi pláss í fréttastreyminu. Það þýðir að greinin verður ekki eins áberandi þegar upp er staðið og minni líkur á að þeir sem sjá, grípi upplýsinguna í erli fréttastreymisins. Enda hefur þessari grein aldrei verið deilt eða smellt á læk við hana.

skilar sér illa

Og önnur afara áhugaverð grein sem ætti að líta út eins og fyrra dæmið á myndinni (þessi til vinstri) þegar hún lendir í fréttastreymi samfélagsmiðlanna – lítur hins vegar út eins og dæmið til hægri sýnir. Upphafið á greininni (teaserinn/kitlan) sem segir frá því að þrír ungir drengir segi frá hvað þeir meti sem mestu óleystu gátur vísindanna árið 2018 – kemur ekki með. Og myndirnar tekur FB af handahófi og setur upp í slider, því Facebook veit ekki hvað vefsíðan vill bjóða myndrænt.

Líkar þér efnið? Láttu það berast áfram. Takk

Deila á Facebook
Deila á Twitter
Deila á LinkedIn
Prentvæn útgáfa
Scroll to Top