Allt um lifandi forsíðumyndir á Facebook

Facebook býður nú uppá tvo nýja möguleika varðandi forsíðumyndir á viðskiptasíðunni þinni.
Annars vegar geturðu nú hlaðið upp lifandi mynd – vídeói. Hins vegar birtast upplýsingar úr “UM” kaflanum yfir forsíðumyndinni, sem getur þýtt að þú ættir að líta á textann og laga hann til.

Nú tók ég t.d. þetta stutta myndband upp í miðbæ Coimbra í dag til að nota sem sýnishorn. Myndbandið er tekið á símann (í slow motion), stytt í báða enda í iMovie til að halda þeirri lengd sem ég óskaði, sem er rétt undir mínútu. Skoðum nánar hér fyrir neðan hvernig þú getur unnið með lifandi forsíðumynd á Facebook síðu fyrirtækisins.

Coimbra, forsíðumynd FB.

Vantar þig Vefmömmu, sem tekur þig og fyrirtækið þitt í fóstur? Hér sinnum við kennslu, sem skilar þínu fyrirtæki árangri þegar þú vilt sjá sjálf um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. En Webmom sér einnig um herferðir, stillingar á samfélagsmiðlunum þínum, skoðar stafræna fótsporið þitt og kemur með tillögur til úrbóta. Skrúfar saman fyrir þig samfélagsmiðlana, framleiðir efni. Og ef þú ert í vandræðum með vefsíðuna þína eða langar til að selja vörurnar þínar á netinu - þá er sá vandi leystur með einu samtali við Webmom.eu. Smelltu þér á skilaboðaskjóðuna Webmom.eu eða sendu póst á contact@webmom.eu

Slået op af Webmom.eu i Lørdag den 24. juni 2017

Lifandi forsíða.
Ef þú horfir á forsíðumyndina þá blikkar efst í vinstra horni myndavéla og myndbanda merki til skiptis. Það þýðir að þú getur sett upp myndband sem svo “loopar” eða er endurtekið í fletinum þar sem forsíðumyndin birtist.

Forsíðumyndin er skemmtilegt svæði til að nota sem “auglýsingu” en mundu að Facebook hefur dregið all verulga úr “auglýsingahlöðnum” birtingum. Facebook hvetur, eins og notendur til að við framleiðum gæða innihald og upplýsingar, sem skemmta og fræða en eru ekki innantómt auglýsingahjal. Slíkar uppfærslur og efni eiga takmarkaðri aðgang að þeim sem líkar við síðuna þína og sú takmörkun verður strangari og strangari. Þessvegna er fínt að nota sköpunargleðina þegar þú býrð til forsíðuvídeóið, forsíðumyndina og/eða aðrar uppfærslur. Mundu þegar þú vinnur efnið sem á að fara í forsíðuna að láta alltaf upplýsingar um fyrirtækið þitt fylgja í lýsingu. Símanúmmer, heimilisfang, vefsíðu og svo framvegis því þetta efni er nafnspjaldið þitt, sé því deilt.

Smelltu á merkið og veldu aðgerð.
Þú getur valið myndband sem þú hefur áður sett upp sem er sniðugt ef þú ert með myndband sem hægt er að endurnýta sem forsíðumynd og tengja til dæmis annari herferð frá fyrirtækinu. En þú getur líka hlaðið upp nýju myndbandi, sem þú hefur framleitt sérstaklega til að nota sem forsíðumynd. Það er ráðlegt að nota báðar aðferðir í bland og alla vega að byrja á því að framleiða myndband sérstaklega til þessara nota.

webmom.eu, facebook

Myndbönd sem nota á sem forsíðumynd þurfa að:
Vera á bilinu 20 til 90 sekúndur. Sniðugt er að framleiða myndband sem er rétt undir mínútu eða t.d. 59 sek. því þá geturðu endurnýtt sama myndband á t.d. Instagram og þá sem auglýsingu frá auglýsingakerfinu þínu.
Myndbandið ætti að vera hæft til að keyra í “loop” – sem þýðir að myndbandið endurtekur sig frá byrjun að enda – að eilífu eða þannig nema þú breytir stillingunum, sem er líka hægt. Myndbandið spilar þögult, nema notandinn smelli sjálfur á hljóðið. Sem er líka gott að hafa í huga þegar þú framleiðir myndbandið.

webmom.eu, facebook forsíðuvídeo

Dragðu myndbandið til (upp/niður) til að staðsetja, smelltu á “publish” til að birta.
En mundu að velja smámynd (thumbnail) sem fylgir myndbandinu þínu. Þú getur gert það með því að smella á örvarnar – valið úr 10 myndum – og svo birt myndbandið.

Facebook video, thumbs, webmom.eu

Stærðin á myndbandinu – þ.e. flöturinn sem sýnir myndina er sá sami og áður þannig að Facebook leggur til að myndbandið sé í hlutföllunum 820 x 462 pix. Nú eru flest framleiðslutækin (og símarnir okkar) þannig skrúfuð saman að þau búa til aðrar stærðir, en til að ná mestum gæðum og réttri staðsetningu er gott að muna þessa stærð. Þú getur þá tekið myndbandið og breytt stærðarhlutföllum í t.d. Final Cut Pro eða Premiere. En sé myndbandið croppað niður í nákvæmlega þessi hlutföll skerðist endurnýtingamöguleikinn annars staðar, því í augnablikinu er t.d. sniðugt að gera ferköntuð myndbönd fyrir símann. En Facebook er reyndar að setja inn nýja möguleika á sýningu lifandi auglýsinga, sem fyllir skjáinn betur á símanum, svo kannski er gott að bíða aðeins með að gera fjölmargar útgáfur af hverju myndbandi eða örvænta algjörlega. Þú getur algjörlega tekið videó á símann þinn, klippt til í iMovie eða álíka appi og hlaðið upp sem forsíðumynd og svo dregið vídeóið upp eða niður eftir þörfum.

Forsíðumyndböndin falla undir sömu reglur og leiðbeiningar og venjulegar forsíðumyndir. En væntanlega má sjá einhverjar breytingar á skilmálum Facebook hvað það varðar í kjölfar þess hvernig notendur nýta sér möguleikann.

Þegar myndbandið þitt hefur hlaðist inn og er birt, þá ferðu næst inn í “publishing tools” eða “útgáfuverkfæri” og skrifar texta með myndbandinu þínu, gefur því nafn og geymir. Aldrei láta myndir eða myndbönd vera án lýsingar, það er svo gasalega munaðarlaust og þá ertu líka að missa af sérlega góðu tækifæri til að gefa notendum þínum góð skilaboð um þig og þjónustu þína.

webmom.eu, video-lýsing, Facebook

.

 

Líkar þér efnið? Láttu það berast áfram. Takk

Deila á Facebook
Deila á Twitter
Deila á LinkedIn
Prentvæn útgáfa
Scroll to Top