NÆSTA NÁMSKEIÐ

Þri. 18. og fim. 20. sept. kl. 16:15 – 19:45

SKRÁ SIG HÉR. SMELLTU NÚNA!

FACEBOOK, FÆRNI Í FULLRI ALVÖRU

Fyrirtæki koma sér upp Facebook síðu til að kynna vörur og þjónustu og auka sölu í markhópnum sínum. Aðgangur að auglýsingakerfi Facebook er einnig háður því að fyrirtækið sé með Facebook síðu. Hámarkaðu árangur þinn og komdu á hagnýtt námskeið þar sem þú lærir á Facebook síðuna. Stillingar, möguleika, skilaboð, hvað gerir sig og hvað gerir sig ekki. Slepptu því að gera almennustu mistökin í markaðssetningu á Facebook. Þú öðlast þekkingu, sem þú nýtir samdægurs.

Stórfelldar áherslubreytingar, geta takmarkað aðgang
Facebook kynnti í janúar talsvert miklar breytingar á fréttastreymi, sem krefst þess fyrst og fremst að fyrirtæki, vörumerki og opinberir aðilar sem nýta sér Facebook til miðlunar á vörum og þjónustu – taki sig saman í andlitinu og setji gæði ofar magni. Séu þessir aðilar fyrst og fremst að framleiða “auglýsingatengda” miðlun, smellibeitur eða falskar fréttir, upplýsingamengun af ýmsu tagi – þá mun Facebook takmarka aðgengi þessara aðila að fréttastreymi þeirra sem lækar við síður fyrirtækisins. Sem þýðir á mannamáli, að skilaboð frá síðunni sjást ekki hjá þeim sem líkar við þig.

Í hvernig samskiptum er þitt fyrirtæki við markhópinn? Áttu á hættu að lokast úti? Þá er eitt til ráða, að læra leiðirnar að fólkinu þínu, sem svo sannarlega er á Facebook og komast hjá því að gera 10 algengustu mistökin, sem geta útilokað þig frá nánari samskiptum.
Ríflega 74% fyrirtækja á Íslandi er á Facebook, sem er langútbreiddasti samfélagsmiðillinn á Íslandi. Um það bil sami fjöldi Íslendinga er persónulega á Facebook. Flestir koma þangað inn oftar en einu sinni á dag til að vera í samskiptum við vini og fjölskyldu, næla sér í upplýsingar, skemmtun og fréttir. Að jafnaði notar hver og einn 25-30% af tíma sínum á netinu eingöngu á Facebook.

Facebook síða fyrirtækisins getur verið fréttablað og fjölmiðill þar sem hægt er að viðhalda tengslum og skapa ný. Þú getur eignast viðskiptavini, sem fylgja þér í gegnum þykkt og þunnt ævina á enda. En þetta snýst ekki um fjölda læka eða fjölda þeirra, sem þú nærð að snerta, heldur hvernig samskiptin eru milli þín og hópsins þíns og svo innbyrðis í hópnum þínum. Árangur á Facebook snýst um hvort þú notar síðuna þína sem raunverulegt og áhrifaríkt markaðstæki til að auka sölu á vöru, þjónustu og öðru því sem fyrirtækið þitt hefur uppá að bjóða. Hvar liggja tækifærin og hvenær ertu að eyða tímanum til einskis?

Facebook hjálpar fyrirtækinu þínu að verða sýnilegra í leitarvélum, þú sparar útgjöld við markaðssetningu, þjónustu og samskipti. Margir viðskiptavinir vilja í dag frekar hafa samband við fyrirtæki í gegnum Messenger en email eða síma.

Með fyrirhuguðum breytingum er enn nauðsynlegra en áður að læra í þaula að nota Facebook síðuna og hvernig samskiptin gerast á eyrinni. Eitt af því mikilvæga er t.d. að nýta hópa sem Facebook síðan getur nú búið til og þannig skerpa persónuleg samskipti. Hóparnir eru afskaplega öflugt tæki sem munu vinna vel með nýjum áherslum Facebook. Við tölum einnig um beinar útsendingar, spjallróbotta og fleiri atriði, sem koma þér vel á næstu misserum.

Hagnýtt og ber þegar ávöxt
Þetta námskeið er mjög hagnýtt grunnnámskeið og það er tvískipt. Þú öðlast þegar í stað þekkingu, sem þú getur nýtt í markaðsstarfinu á samfélagsmiðlum.

Í fyrri hlutanum förum við yfir helstu stillingar og tækniuppbyggingu síðunnar, hvernig topptjúnuð síða skapar árangursríkt verkfæri og viðveru í netsamskiptum og markaðssetningu. Stillingar sem fólk veit ekki um eru glötuð tækifæri. Við förum yfir leiðir til að síðan geti sett upp hópa og hvernig er árangursríkast að nýta þá leið til að nálgast markhópinn. Við lærum alls konar trix sem eru einföld og fljótleg að nota og kosta ekkert.

Seinni hlutinn fjallar um samtalið og hvernig við framleiðum áhugavert efni fyrir markópinn okkar, efni sem nær í gegn og viðheldur áhuganum. Við förum einnig í aðra sálma, hvernig vefsíða, aðrir samfélagsmiðlar og e-mail markaðssetning getur gagnast fyrirtækinu. Við förum yfir útlit, myndræna uppsetningu og markmið með viðverunni á samfélagsmiðlum.
Facebook síða er forsenda þess að fyrirtækið geti auglýst á stærsta auglýsingamiðli heims, Facebook.

Gerðu Facebook síðuna þína að alvöru markaðsmiðli og hafðu gaman af í leiðinni.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Tæknilega uppsetningu Facebook síðunnar og stillingar (vertu búin að setja upp síðu áður en námskeiðið hefst)
• Fréttastreymið og samskiptatækni sem nær í gegn til notandans
• Myndræn samskipti og markaðssetning, ljósmyndir, myndbönd, lifandi miðlun, andrúmsloft og orð
• Hlutverk stjórnenda og af hverju við ættum að hafa fleiri en einn stjórnanda
• Hvað þýða “like”, “reach”, “engagement” fyrir FB síðuna og tengsl við markhópinn
• Hvernig vinnum við með tölfræði síðunnar?
• Síðuhópar og hvernig þeir nýtast í samskiptum við markhópinn.
• Uppfærslur og hvað ber árangur, innihaldsmarkaðssetning
• Hugtök, leiðir og áhrifaþætti í markaðssetningu á samfélagsmiðlum
• Heimasíða, samfélagsmiðlar, email, chatbots – að nýta samspilið.

Ávinningur þinn:
• Facebook síða sem virkar rétt og er öflugt markaðstæki
• Þekking á tæknilegum möguleikum og tengingum, breytingar sem virka strax
• Facebook síða sem eykur sýnileika fyrirtæksins í leitarvélum
• Facebook síða sem vinnur með öðrum miðlum fyrirtækisins
• Facebook síða sem eflir samskipti við viðskiptavini og eykur þar með þekkingu á vöru/þjónustu fyrirtækisins
• Grunnþekking á aðferða- og hugtakafræði samskipta- og innihaldsmarkaðssetningar
• Meginreglur sem gilda til að síðan nái sem mestum og víðtækustum áhrifum, upplýsingamiðlun sem virkar í síbreytilegu umhverfi

Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja ná sem mestum árangri og nýta til fulls möguleika Facebook og samfélagsmiðla í markaðsstarfi.
Námskeiðið er sérstaklega vel sniðið að þörfum minni fyrirtækja, félaga og stofnana ásamt starfsmönnum markaðs- og samskiptasviða stærri fyrirtækja. Ef þú ert samfélagsmiðlari, þá þarftu að koma á þetta námskeið.

Kennsla:
Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi fjölmiðlari. 
Nánari upplýsingar: webmom.eu

Aðrar upplýsingar:
Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með fartölvu á námskeiðið. (Vinsamlegast athugið að töflur/apps hafa ekki endilega alla möguleika, sem við viljum nýta á námskeiðinu, þar sem app eru notendamiðuð og ekki stjórnendamiðuð og þess vegna er ekki sniðugt að koma með ipaddinn á þetta námskeið. Athugið að tölvan sé uppfærð).

Vinsamlega athugið að nauðsynlegt er að þátttakendur hafi þegar stofnað persónulega Facebook síðu og einnig Facebook síðu fyrir fyrirtækið, þegar námskeiðið hefst.

Facebook gerir reglulega viðamiklar breytingar á kerfinu, námsefnið er því ávallt nýuppfært með nýjustu lausnir og möguleika hverju sinni. Að þessu sinni er nánast um byltingu að ræða þar sem við kynnum nýjar lausnir til leiks.

Umsagnir:
“Mjög gott og ítarlegt efni, frábær kennari.”
“Frábært hvað Maríanna hefur brennandi áhuga á efninu og miðlar af ástríðu.”
“Flott námskeið og frábær kennari. Virkilega gaman! Takk fyrir.”
“Frábær þjónusta. Mjög góður aðbúnaður og vandað námskeið.”
“Mér finnst Maríanna frábær kennari. Fór skipulega yfir. Alveg frábær gögn sem fylgir námskeiðinu. Ég var kvíðin fyrir að ná engu vegna tölvuhræðslu en ég lærði helling og mun örugglega geta nýtt mér efnið áfram. Takk fyrir mig.”

umsagnir, webmom.eu

Komdu á námskeið í Facebook! Það borgar sig.

Komdu á námskeið í Facebook! Það borgar sig.

Takk til Silju, sem sat heil þrjú Facebook námskeið í Símenntun Háskólans á Akureyri – nú liggur leiðin í Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem Facebook sem markaðstæki verður haldið 20. og 21. sept. https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=81H17&n=facebook-sem-markadstaeki&fl=starfstengd-haefniSkelltu þér í hópinn. Skráðu þig í dag..

Posted by Webmom.eu on 15. september 2017

2018-08-28T19:05:29+00:00