hljóðsafn Facebook

Facebook nú með ókeypis hljóðsafn

Facebook fetar nú í fótspor Youtube og gefur eigendum FB síðna færi á að nýta ókeypis hljóðsafn. Efnið má nota t.d. við gerð myndbanda sem birtast sem auglýsingar eða sem uppfærslur á Facebook síðu fyrirtækisins og á Instagram. Ekki þarf að hafa áhyggjur af réttindum ef hljóðið er notað á þessum miðlum því FB hefur keypt réttinn af höfundunum.

Þú finnur möguleikann með því að smella á “ÚTGÁFUVERKFÆRI” og síðan þarftu að velja “SOUNDS” sem er nýr hnappur í vinstri stiku. Þá opnast síðan “SOUND COLLECTION”. Hér eru tveir flipar “TRACKS” og “SOUND EFFECTS”.

Í augnablikinu upplýsir Facebook að hægt sé að velja á milli 999 tónlistarbúta í ýmsum gerðum og töktum. Ef smellt er á hljóðeffekta sést að hægt er að leita á meðal 1.504 hljóðskráa. Til dæmis er hægt að finna 6 sek. hljóðbút þar sem rennt er upp grófum rennilás.

Leitarmöguleikar eru margvíslegir, hægt að leita eftir karl eða kvenröddum, rólegt, hratt og höfundum til að nefna einhverja af möguleikunum.

Facebook hefur tilkynnt að fljótlega sé von á meira úrvali, en þeim hefur gengið illa að semja við heimsþekkta höfunda. Vertu því á varbergi ef þú hefur notast við t.d. tónlist Bob Dylan sem bakgrunnstónlist á myndbandinu þínu. Þá gæti Facebook átt það til að fjarlægja myndbandið og væntanlega hafna því alfarið til notkunar í auglýsingaskyni. Já það er margt að passa í samfélagsmiðlunarheiminum 🙂

Scroll to Top