NÆSTU NÁMSKEIÐ

AKUREYRI, SÍMENNTUN H.A.
Fimmtudag 13. sept. kl. 19-22

SKRÁNING SÍMENNTUN H.A.

REYKJAVÍK, ENDURMENNTUN H.Í.
Fimmtudag 27. sept. kl. 19:15 – 22:15

SKRÁNING ENDURMENNTUN H.Í.

HIMNASENDING SEM SPARAR TÍMA OG FYRIRHÖFN

Sístækkandi hópur einstaklinga og fyrirtækja þarf að koma samskiptum sínum og gögnum fyrir í „skýjunum“ í kjölfar aukinnar notkunar smartsíma og tafla, þar sem geymslupláss er ekki kostur. Risarnir þrír, Apple, Microsoft og Google bjóða upp á lausnir á þessum vanda. Á þessu námskeiði öðlast þú grunnfærni í því að nota Google kerfið til að vinna, geyma og deila gögnum og upplýsingum.
Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við myndirnar þínar, sem núna eru á símanum/töflunni, ef þú vilt deila skjölum á hraðan og einfaldan hátt, ef þú vilt spjalla og vinna í upplýsingum á sama tíma, ef þú vilt skipuleggja þig heima og í vinnu, þá er þetta námskeið hannað fyrir þig.

Google býður uppá heila gullakistu verkfæra, sem allt of fáir nýta sér. Kerfið er sveigjanlegt og einfalt í notkun og leysir margan
nútímavandann eins og deilingar, samstarf og geymslupláss.

Á námskeiðinu förum við í:
– Gmail, sem fyrsta skref í átt að skýjunum.
- Drive, sem er “harði diskurinn” þinn og geymslupláss í „skýjunum“.
– Google docs, hvar eru verkfærin og hvernig nýti ég þau í stað þess að vera bundin af „office-pakka“?
– Hugmyndafræðina um deilingar og samvinnu í sameiginlegum upplýsingum og förum í gegnum verklegar æfingar.
– Að leysa vandamálið með myndirnar þínar á símanum/töflunni með því að hlaða beint upp í „drive“ eða „Google myndir“
– geymdu og deildu eins og þig lystir.

Námskeiðið er byrjendanámskeið, en ef þú hefur notað gmail í langan tíma og ekki kynnt þér önnur verkfæri Google, ættir þú endilega að mæta.

Kennari námskeiðsins býður upp á aðstoð við að setja upp gmail og sækja Apps frá kl. 18:15 og þar til námskeið hefst.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hvað er hvað í verkfærakistu Google (gmail, drive, docs, foto, hangout, dagatal).
• Hvernig geymslukerfið nýtist, hvernig samskiptakerfið nýtist sem og skipulagið.
• Auðveldari deilingu efnis, t.d. á myndum og skjölum.

Ávinningur þinn:
• Auðveldar flutning yfir í „skýin“.
• Þú öðlast grunnfærni í notkun Google meginverkfæra.
• Þú losnar við vesen í sambandi við geymslupláss og deilingar á efninu sem þú ert að taka upp á símann eða töfluna þína.
• Þú sparar óhemju tíma með nútímavinnubrögðum.

Fyrir hverja:
Fyrir einstaklinga, félagasamtök, fólk hjá fyrirtækjum og flest alla þá sem hafa áhuga á að læra að nýta sér verkfærakistu Google og auðvelda sér lífið. Námskeiðið er grunnnámskeið og miðað út frá byrjendum.

Umsagnir:
“Yfirgripsmikið og frábær námsgögn.”
“Afar fróðlegt námskeið.”
“Mjög efnisríkar glærur hjálpa við yfirferð.”
“Kærar þakkir fyrir mig!”

Aðrar upplýsingar:
Á námskeiðinu er blandað saman aðferðum við vinnu frá tölvu og snjallsíma (iphone). Útgangspunkturinn er vinna á tölvunni og því er ágætt ef þátttakendur hafa með sér tölvu með þráðlausu netkorti og að þeir hafi hlaðið niður Chrome vafranum, sem vinnur best með Google.

Þátttakendur eiga að hafa skráð Gmail fyrir námskeiðið og hafa sett upp viðeigandi Apps (gmail, drive, dagatal, docs) á snjallsímann/töfluna.

Þátttakendur geta fengið aðstoð við gmail skráninguna og að sækja Apps áður en námskeiðið hefst, eða kl. 18:15 á námskeiðsdegi. Ef þátttakandi vill nýta sér það þá vinsamlega taka það fram í athugasemdareit við skráningu á námskeiðið.
Námsefnið er uppfært miðað við tækni og möguleika hverju sinni.

2018-08-28T19:19:49+00:00