Jiyan.dk framleiðir fréttir fyrir kúrda í Danmörku. Síðan hafði verið í loftinu í nokkur ár þegar eigandinn hafði samband við Webmom til að fá hana endurgerða. Setja þurfti upp þúsundir síðna og mynda á nýjan hátt, hreinsa til á hýsli og í kerfinu, koma upp leitarvélabestun og tengja við tilheyrandi samfélagsmiðla.
Í kjölfar fyrstu endurnýjunar þurfti eigandinn að fá aukna bandbreidd, því ásókn í efni síðunnar jókst gífurlega þegar loksins var hægt að nálgast það. Þarft þú á hreingerningu að halda? Eigandinn sinnir sjálfur daglegu viðhaldi og uppfærslum, en nýtur hjálpar Webmom af og til þegar í harðbakkann slær.
Síðan er hefðbundin fréttasíða, þar sem innihaldið ræður ferðinni hverju sinni.