Landvernd í nýjum vefbúningi. Mobile first. Framleitt af webmom.eu

LANDVERND

Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök voru stofnuð árið 1969. Í hálfa öld hafa samtökin staðið vörð um íslenska náttúru, verið virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfið.

Landvernd var með efni á vefnum frá 2003 og verkefnið að þessu sinni fólst í því að flytja og uppfæra nokkur þúsund efnishluta frá öðru kerfi yfir í WordPress og koma á skipulagi sem hæfir nútímanotkun.

Vefsíðan er fyrst og fremst kynning á starfsemi Landverndar, veitir aðgang að gögnum og kennsluefni, sem Landvernd framleiðir sem undirstöðu fræðslu og umræðu. Bætt var í virknina m.a. sett upp e-commerce lausn – vefverslun, sem byrjar með rafrænar vörur, en er hugsuð sem alhliða vefverslun. Verslunin er tengd greiðslugátt Borgunar.

Virkni síðunnar inniheldur að sjálfsögðu öryggisbúnað, afritun, leitarvélabestun á öllu efni, samtalshæfileika við samfélagsmiðla, skráningu í Google og Google analytics – til að nefna eitthvað. Uppsetningin er “mobile first” – þ.e. tekið mið af að markhópurinn er að færa sig yfir á smartsíma og töflur en er ekki endilega að njóta síðunnar á “tölvu. 

Í hönnun og uppsetningu á virkni er tekið mið af markhópnum með útgangspunkti í “business design”, þ.e. að útlit og virkni taki mið af viðskiptahugmynd og margþættum þörfum Landverndar. Unnið er með Elementor og Astra þema. 

Scroll to Top