share - ikon, webmom.eu

Lífræn útbreiðsla eða borga og leika

Hver er eiginlega munurinn á lífrænni útbreiðslu (organic reach), útbreiðslu sem er greitt fyrir eða útbreiðslu á uppfærslu í tölfræði Facebook síðunnar?

Margir eigendur Facebook síðna fá þessa dagana upplýsingar frá FB um breytingar á reiknikerfinu, þar sem vakin er athygli á nýjum tölfræðiupplýsingum hvað varðar hegðun uppfærslna og útbreiðslu þeirra.

lífræn nálgun, uppfærslur, Facebook síður, Webmom.eu

En hvað er lífræn útbreiðsla? Jú það er það sem við höfum alltaf haft frá Facebook, þ.e. möguleikinn á því að koma ókeypis upplýsingum til þeirra sem hefur líkað við síðuna okkar og vina þeirra. Lífræn útbreiðsla hefur áður verið talin þegar ókeypis uppfærslan kemst inn í fréttaveitu einstaklings, sem líkað hefur við síðuna, hvort sem hún náði inn á skjá viðkomandi eða ekki. Sem í sjálfu sér má skilgreina sem oftalningu, þar sem notandinn sá kannski alls ekki uppfærsluna. Þessu má líkja við auglýsingabirtingu í sjónvarpi, sem er talin vera birting, jafnvel þótt allir áhorfendur heimilisins séu fjarri sjónvarpinu á meðan auglýsingin rúllar yfir skjáinn og enginn sér neitt.

Núna er ókeypis uppfærslan einungis talin með ef hún nær inn á skjá notandans. Sem er í sjálfu sér virkilega góð frétt.
Hins vegar munu lífrænar uppfærslur eiga minni möguleika á því að komast inn á skjáinn ef þær eru ekki í ákveðnum gæðaflokki. Þetta þýðir til dæmis að FB síður, sem eingöngu nota uppfærslur til að auglýsa tilboð á vörum og leggja ekki annað til í sambandi við upplýsingar, skemmtun og líf viðtakanda – munu þurfa að greiða fyrir slíkar uppfærslur því lífrænar uppfærslur af þeirri tegund verða settar aftast í röðina og ná ekki inn í fréttaveituna. Það er tvennt til ráða, annars vegar að læra að framleiða góðar uppfærslur með meira kjöti á beinunum, sem falla í geð áhorfenda og vekja lífræn viðbrögð. Nú eða þá að auglýsa uppfærslurnar, sem kostar pening.

Með breytingum á tölfræðinni verður auðveldara að bera saman áhrifin sem auglýstar eða bústaðar uppfærslur ná og svo útbreiðslu lífrænna uppfærslna. Þá eru síðueigendur komnir með verkfæri, sem gefur raunhæfari samanburð á epplum og appelsínum en áður. Til dæmis er upplagt að bústa eða auglýsa uppfærslu sem hefur þegar fengið góða, lífræna útbreiðslu og viðbrögð. Þannig sparast fjármunir því reikniheilinn undir Facebook vélinni metur slíkt þannig að uppfærsla, sem þegar hefur tekið flug og fengið viðbrögð er athygli verð og því fínt að skoða hvort hægt sé að koma henni áleiðis til fleiri notanda. Og þá fer græjan í gang með það, alveg sjálfvirkt.

Greidd uppfærsla er mæld í fjölda þeirra sem hafa fengið greidda uppfærslu inn á skjá sinn. Ef uppfærslan nær viðtakanda bæði sem lífræn og greidd, þá eru upplýsingarnar tilgreindar sem slíkar.

Þessi breyting þýðir óbreytt ástand á því hvernig uppfærsla er send frá síðu til notanda og það breytir heldur engu um það hver sér og hver sýnir viðbrögð við uppfærslum síðunnar. Breytingin nær eingöngu til þess hvernig Facebook mælir lífræna uppfærslu. Þetta getur breytt upplýsingum í tölfræði síðunnar, til dæmis gæti síðueigandi séð lífræna nálgun detta niður, nú eða fara uppá við.

Ef þú vilt fræðast nánar um uppfærslur og vald þitt yfir lífrænni dreifingu er upplagt að koma á námskeið í apríl. Námskeiðin eru í Endurmenntun H.Í. í Reykjavík og hjá Símenntun H.A. á Akureyri. Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan til að kanna nánar.
Facebook færni í fullri alvöru.
Fjúka Facebook peningarnir út um gluggann?

Scroll to Top