share - ikon, webmom.eu

Instagram samstarf fyrirtækisins og áhrifavalda. Stjórnaðu ferðinni.

Markaðssetning með hlutdeild áhrifavalda getur verið leiðin að hjarta viðskiptavinarins (og pyngjunni) í sumum tilvikum. En ofnotkun á persónulegri markaðssetningu getur líka sett vöru þína og þjónustu í slæmt ljós, ef ekki er rétt haldið á spöðunum. Með verkfærum frá Instagram getur fyrirtækið fylgst vel og vandlega með raunverulegum áhrifum.

Ég hef rætt um persónulega markaðssetningu í mörg ár og meðal annars reynt að leggja til við ákveðin fyrirtæki að þau kæmu sér upp samvinnu, sem væri beggja hagur. Gott fólk, sem aðrir treysta – aðilar, sem eru fjarri öllu froðusnakki – eru sjálfsagðar dreifingaleiðir, eins og t.d. Facebook síða fyrirtækisins, youtubekanall, auglýsingar í sjónvarpi eða blöðum. Áhrifavaldar eru einungis ein leið í viðbót. Og til að gera langa sögu stutta, þá þurfa allir sem að verkinu koma að vita hvernig þeir eiga að haga sér. Sambandið þarf að vera gegnsætt þannig að notandinn átti sig á því að um auglýsingar sé að ræða.

Instagram býður áhrifavöldum og fyrirtækjum uppá verkfæri og aðgerðir til þess að setja samvinnuna í rétt og öruggt ljós fyrir notandann – því ekki viljum við ljúga að fólkinu sem ætlar að nýta sér þjónustu okkar eða vöru.

Instagram, influencer, áhrifavaldar, webmom.eu

Hér er hlekkur á allar leiðbeiningar. Þessar leiðbeiningar eru bæði fyrir áhrifavaldana, sem vilja vinna vandað verk – og svo fyrirtækin, sem vilja nýta sér persónulega markaðssetningu. Með réttri tengingu hefur fyrirtækið t.d. beinan aðgang að tölfræði um þær uppfærslur sem áhrifavaldurinn hefur merkt hjá sér í 14 daga og þannig þarf enginn að vera í vafa um eitt eða neitt.

Smelltu á upplýsingarnar hér.
https://business.instagram.com/a/brandedcontentexpansion

Scroll to Top