Notaðu Facebook video á heimasíðunni

When life gives you oranges, pick them.

Slået op af Marianna Fridjonsdottir i Lørdag den 19. november 2016

 

Í dag er óstjórnlega auðvelt að nýta sér lifandi miðlun á netinu, bæði á samfélagsmiðlum og eins á heimasíðu fyrirtækisins. Það er ekki ráðlegt að setja myndböndin í lokað kerfi með ærnum tilkostnaði, heldur nýta það sem fyrir er og sem kostar ekkert eða lítið.

Þrjár auðveldustu leiðirnar til að setja upp myndbönd á heimasíðunni er að nota:

www.vimeo.com, sem hægt er að fá ókeypis eða í mismunandi áskriftarútgáfum. Ef þú ætlar að nota myndbönd í verulegum mæli er ráðlegt að kaupa sér áskrift. Ef þú vilt setja upp kennslumyndbönd og fá borgað fyrir þau, þá geturðu keypt þér PRO aðgang. Oft er gott að nota vimeo.com leiðina t.d. á stórum flötum á heimasíðunni eða þar sem við viljum ekki fá of mikið af auglýsingum yfir okkur. Vimeo.com er ávallt framarlega í tækniþróun og ekki þarf að kvarta yfir gæðunum.

www.youtube.com, er næststærsti samfélagsmiðill heims og í eigu Google. Myndbönd sem fara á youtube.com er auðvelt að vinna með, auðvelt að dreifa og þau koma sér vel til skila í leitarvélum ef rétt er með þau farið. Vilji maður dreifingu er gott að setja upp myndbandið bæði á youtube og á Facebook. Hægt er að tengja youtube-kanalinn við G+ business síðu og þannig koma sér upp youtube-rás sem margir geta stjórnað.

www.facebook.com ætlar sér stóra hluti á myndbandamarkaðnum, enda er “video the next new text” eða þannig. Mjög auðvelt er að deila Facebook vídeóum frá Facebook viðskiptasíðunni á aðra samfélagsmiðla, en það eru ekki allir sem vita að hægt er að nýta FB vídeóið á heimasíðu án stórvandræða.

1. Farðu inn á videoið á Facebook (þú þarft að hlaða því fyrst upp á Facebook) og hægri smelltu á myndbandið, þá færðu slóðina á myndbandið og getur smellt henni inn í heimasíðuna þína. Ef þú notar WordPress mun hlekkurinn á svipstundu breytast í vídeó í færslunni þinni.

2. Ef þú vilt nýta Embed möguleikann frá Facebook, þá ferðu í “option” velur “embed” og þá opnast gluggi með iframe kóðanum sem þú setur inn í færsluna þína. Með því að smella á “advanced” þá geturðu m.a. breytt stærðinni á myndbandinu. Þú getur líka valið að hafa upprunalegu færsluna alla með eða sleppa henni og nota eingöngu myndbandið.

Facebook, video linkur

Hægri smelltu á myndbandið og veldu “show video URL” og þá birtist efri bjálkinn með hlekknum, sem þú afritar og smellir inn í WordPress færsluna þína.

Facebook, embed video

Þú getur valið “embed” með því að fara í “options”. Smelltu á Embed og kóðinn birtist, þú afritar hann og smellir inn í færsluna á heimasíðunni (í text-edit).

Þú getur valið að taka alla færsluna með myndbandinu og sparað þannig tíma í efnisframleiðslu. Afritaðu iframe kóðann og settu inn í færslu á heimasíðunni þinni. Með “advanced settings” geturðu breytt t.d. stærð á glugganum og fleira. Prófaðu þig áfram, það er gaman.

Líkar þér efnið? Láttu það berast áfram. Takk

Deila á Facebook
Deila á Twitter
Deila á LinkedIn
Prentvæn útgáfa
Scroll to Top