Ókeypis myndir

Við vitum sem er að myndir markaðssetja. Góðar myndir markaðssetja betur en slæmar og myndbönd hafa enn meiri áhrif en kyrrmyndir. Vandamálið er svo að ná í góðar myndir án þess að kassinn tæmist. Fyrst er náttúrlega að taka myndir og myndbönd sjálfur. Nota símann ótæpilega og læra á myndvinnsluforritin. Læra einnig góða siði í tengslum við notkun og uppfærslur á vefsíðu og samfélagsmiðlum, því ekki er allt jafn áhrifaríkt.

Hvað varðar myndir annars staðar frá fylgjast gæði og verð oftar en ekki að, en þó er hægt að finna ókeypis myndir í góðum gæðum, sem ekki eru háðar alls kyns notkunarskilmálum. Leitið og þér munuð finna gildir hér sem annars staðar. Nú hefur Webmom tekið að sér að leita fyrir ykkur og hér fyrir neðan eru nokkrir myndabankar, sem hægt er að skoða og finna góðar myndir, í flestum tilvikum ókeypis.

Það er líka upplagt ef fjárhagurinn leyfir að gerast áskrifandi hjá t.d. www.shutterstock.com – en þeir eru einnig samstarfsaðilar Facebook og veita ókeypis aðgang að fjölda mynda til notkunar í auglýsingum á Facebook. Þá aðgerð finnurðu þegar þú býrð til auglýsingu í auglýsingastjóranum.

En nýttu þér endilega upplýsinarnar hér og deildu þeim áfram. Ef þú rekst á fleiri góð dæmi máttu gjarna láta upplýsingarnar berast inn á www.facebook.com/webmom.eu


UNSPLASH.COM (https://unsplash.com)
Hér finnurðu virkilega fallegar og vandaðar myndir í góðri upplausn. Þema er landslagsmyndir, byggingar, fjöll, brýr og vegir. Myndirnar eru upplagðar fyrir einfaldan og fallegan boðskap.
Virkni: nýjar myndir koma inn 10. hvern dag
Verð: ókeypis
Réttur: CC0 (Creative Common zero) þú mátt því nota myndirnar að vild og þarft ekki að logga inn


PIXABAY.COM (https://pixabay.com)
Hér er að finna alls konar fínar myndir og einnig tilboð frá Shutterstock. Þú mátt gjarna bjóða myndasmiðunum upp á kaffi til að hvetja til dáða. Pixabay er í miklu uppáhaldi hér hjá Webmom.eu.
Virkni: Sérlega umfangsmikil
Verð: ókeypis (nema tilboð frá t.d. Shutterstock)
Réttur: CC0 (Creative Common zero) þú mátt því nota myndirnar að vild, loggaðu þig endilega inn hér


GRATISOGRAPHY.COM (https://gratisography.com)
Öðruvísi myndir sem líkjast ekki endilega “tilbúnum” myndum. Kannski finnurðu eitthvað hér sem þú vissir ekki að væri til. Svo endilega skoðaðu þig um.
Virkni: takmarkaður fjöldi mynda
Verð: ókeypis en þú getur gefið myndasmiðnum fyrir kaffibolla, sem er oftar en ekki sjálfsögð kurteisi
Réttur: Royalty free, þú mátt því nota myndirnar að vild


VISUALHUNT.COM (https://visualhunt.com)
Hér eru tæplega sextíu þúsund myndir með landslagi, blómum, dýrum. Hægt er að leita í flokkum og finna t.d. vörumyndir.
Virkni: Ákveðinn fjöldi mynda
Verð: ókeypis
Réttur: CC0 (Creative Common zero) á tæplega sextíu þúsund myndum, aðrar hafa önnur CC réttindi, sem þarf að gæta að.


PEXELS.COM (https://www.pexels.com/)
Fallegar myndir fyrir myndrænan lífsstíl. Myndirnar eru endurnýjaðar reglulega og það bætast nýjar við dag hvern.
Virkni: 20 nýjar myndir bætast við daglega
Verð: ókeypis
Réttur: CC0 (Creative Common zero) þú mátt því nota myndirnar að vild en þú þarft að logga inn


FINDA.PHOTO (http://finda.photo/)
Fleiri þúsund myndir með náttúrulegu þema. Hér er bæði safnað undir efnisflokka og uppruna og því auðvelt að finna sérstæðar myndir.
Virkni: fleiri þúsund myndir
Verð: ókeypis
Réttur: CC0 (Creative Common zero) þú mátt því nota myndirnar að vild og þarft ekki að logga inn

Líkar þér efnið? Láttu það berast áfram. Takk

Deila á Facebook
Deila á Twitter
Deila á LinkedIn
Prentvæn útgáfa
Scroll to Top