Samþykkt stjórnanda og aukið gegnsæi auglýsinga og síðna

Facebook er óðum að taka afleiðingum af þeim vandræðum sem upp hafa komið varðandi gagnsæi og hvað auðvelt er að nýta miðilinn af óprúttnum aðilum.

Það gildir ekki einungis gagnagrunn, heldur einnig misjafnt atferli markaðsaflanna, sem hafa skautað léttilega að notendunum undanfarinn áratug.

Löggjöf um persónuvernd, sem gengur í gildi þann 25. maí næstkomandi fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins, hefði að öllu óbreyttu átt að gefa notendum betri yfirsýn yfir þá vitneskju sem tæknirisarnir (google, Facebook, Apple, Microsoft) hafa aðgang að – og gefa hverju og einum afl yfir vitneskjunni. En umræðan undanfarið hefur flýtt fyrir aðgerðum, allavega hjá Facebook.

Nýjasta breytingin fyrir þá sem stjórna síðum og kaupa auglýsingar er að nú eiga notendur að geta séð með greinilegri hætti hver gerir hvað, þ.e. hvaðan koma upplýsingarnar. Það þýðir að notendur geta séð t.d. hvaða auglýsingar viðkomandi aðili stendur fyrir á bæði Facebook og Instagram, jafnvel þótt auglýsingunu sé ekki beint að viðkomandi persónu.

Margar þessara aðgerða taka fyrst og fremst yfir auglýsingar sem birtar eru í pólitískum tilgangi og geta því orðið mál fyrir komandi kosningabaráttu, ef fólk ætlar sér að troðast áfram með rangar upplýsingar eða aðra óhæfilega hegðun. 

Til að fá leyfi til að bera slíkar upplýsingar og auglýsingar á borð fyrir neytendur þurfa þeir sem standa að baki að fá leyfi frá Facebook og staðfesta auðkenni sitt og staðsetningu. Auglýsendur munu ekki án þessarar staðfestingar fá leyfi til að senda kosninga- eða útgáfuskyld skilaboð eða auglýsingar. Að auki verða þessar auglýsingar merktar greinilega efst í vinstra horni sem “Political ad”. Breytingin tekur fyrst gidli í Bandaríkjunum á næstu vikum, en mun síðar hafa áhrif annars staðar. Notendur sem verða varir við auglýsingar sem ekki uppfylla skilyrðin og eru pólitískar eða villandi að öðru leyti, eiga að tilkynna þær. Til að tilkynna óhæfuefni á FB smellir notandinn á þrjá punktana efst í hægra horni auglýsingar og velur “Reoport Ad.”

FB hefur undanfarið keyrt tilraunaverkefni í Kanada þar sem fólk getur skoðað auglýsingar, sem gerir notandanum kleift að skoða allar auglýsingar sem FB síða er með í gangi. Jafnvel þótt þær komi ekki inn í fréttaveitu viðkomandi. Þessum möguleika verður rúllað út á heimsvísu í júní.

Facebook hefur einnig nú um helgina tilkynnt að stjórnendur sem hafa umsjón með síðum sem hafa ákveðinn fjölda fylgjenda (ekki upplýst nein tala) verði að fá staðfestingu. Þeir sem stjórna síðum og ekki ljúka staðfestingaferli munu ekki lengur geta stjórnað síðunni eða sett inn efni. Þessi aðgerð takmarkar enn möguleika fólks á að nota falska prófíla á FB til að stjórna síðum, en slíkt er algjörlega bannað í stefnu FB, sem allir undirrita, sem stofna aðgang að FB.

 

Líkar þér efnið? Láttu það berast áfram. Takk

Deila á Facebook
Deila á Twitter
Deila á LinkedIn
Prentvæn útgáfa
Scroll to Top