Þjónusta

ON ON! BESTA LEIÐIN TIL ÚRBÓTA.

Webmom hefur eitt leiðarljós. Að gera smærri fyrirtækjum og félagasamtökum kleift að fá þjónustu, sem ella stendur einungis stórfyrirtækjum með fulla vasa fjár til boða. Hreinskiptni, heiðarleiki og fjölþætt fagleg vinnubrögð sem byggja á hálfrar aldar miðlunarreynslu og þekkingu, standa þér til boða. Velkomin í hóp ánægðra viðskiptavina.

Ertu á villigötum í rafrænum samskiptum við markhópinn þinn?
Við björgum því. Ráðgjöf fyrir íslensk og erlend fyrirtæki í stafrænni markaðssetningu. Webmom hefur undanfarin 12 ár haldið námskeið í Endurmenntun H.Í. í notkun samfélagsmiðla fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Námskeiðin eru einnig haldin í Símenntun Háskóla Akureyrar og að sjálfsögðu er sett upp sértakt námskeið fyrir þig og þína, ef þörf er á.
Hvernig líturðu út á netinu?
Allt of mörg fyrirtæki eru með vefsíður, sem ekki virka á græjunum sem markhópurinn notar. Hvernig kemur síðan þín út í símum? Hvað með myndrænu hliðina? Er síðan leitavélarvæn? Hefurðu prófað að Gúggla þig nýlega? Hvaða myndir koma upp eða myndbönd? Eru tengingar við samfélagsmiðla og notkun þeirra í lagi? Fáðu greiningu og lista um leiðir til úrbóta. Sumt geturðu gert sjálf(ur) annað getur Webmom lagað og leiðrétt. Stundum þarf lítið til að laga ósýnileikann. Tölum saman.
Innihalds markaðssetning.
Til að upplýsa og halda viðskiptavininum í tengslum við fyrirtækið í dag, þarf að framleiða efni, segja sögur. Skrifa um vöruna þína, sýna hana í notkun á ljósmyndum og myndböndum og dreifa efninu vítt og breitt þar sem markhópurinn þinn heldur til. Webmom elskar að framleiða og segja sögur og hefur átt farsælan feril í sjónvarpi, á netinu og öðrum miðlum í hartnær hálfa öld. Hver er þín saga? Eigum við að segja hana? Við kunnum aðferðir til að ná athygli.
Heimagert er fínt.
Viltu læra að framleiða efni um vöruna þína, sem gengur í markaðinn? Viltu læra að dreifa efninu? Vantar þig aðstoð við að komast í gang við t.d. að nýta snjallsímann til að framleiða myndbönd? Hafðu samband. Við hjálpum þér í gang.
Stafræn auglýsingastofa! Webmom hefur allt frá 2008 tekið að sér auglýsingaherferðir á stafrænum miðlum. Boðið er uppá heildstæða lausn og/eða ráðgjöf og stakar lausnir.
Webmom aðstoðar þig við að skara fram úr á þínu sviði með því að greina stöðuna, koma með tillögur til úrbóta, taka að sér framleiðsluna frá A-Ö og skila árangri.
Scroll to Top