Webmom hefur framleitt vefsíður fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök allt frá 1998. Í dag eru síðurnar byggðar á WordPress. Sumar einfaldar og aðrar gífurlega flóknar með ýmis konar sértækri virkni. Útgangspunktur er sagan, innihaldið, virknin, tæknin og sýnileiki. Webmom tekur stafræna fótspor þitt til bæna, bæði hvað varðar vefsíðu og aðra dreifingarmiðla. Dæmin hér á síðunni eru tekin af handahófi úr fjölda síðna sem framleiddar hafa verið umliðin ár og listinn því langt frá tæmandi.

Þörfin fyrir stafræna viðveru hefur aldrei verið meiri og samhæfni vefsíðu og annarra miðla fyrirtækisins hefur aldrei verið meira áríðandi.

Scroll to Top