UM TEXTA YFIR FORSÍÐUMYNDINA Á FACEBOOK SÍÐUNNI


Texti yfir forsíðumyndina hefur komið og farið. Í talsverðan tíma höfum við ekki haft neinn texta yfir myndinni, áður var það t.d. nafnið á fyrirtækinu okkar og jafnvel efnisflokkur á tímabili sem birtist yfir forsíðumyndinni.
Facebook hefur einnig verið viðkvæmt gagnvart texta í forsíðumyndinni sjálfri og hent miskunnarlaust út myndum sem ekki uppfylltu 20% regluna, þ.e. að ekki mátti vera meira en 20% texti í myndinni og einnig var lengi vel við líði bann gegn því að nota tilvísun í heimasíður eða lógó en hér hefur verið slakað hægt og rólega á reglunum.

Núna gerir Facebook þér kleift að nota UM textann yfir forsíðumyndinni. Það getur þýtt að þú ættir að fara yfir UM textann þinn, laga hann til og sjá hvernig hann kemur út. Þú getur gert það á tvennan hátt.

Breyta textanum frá forsíðumyndinni.
Þú getur lagt músina yfir forsíðumyndina á Facebook viðskiptasíðunni þinni og þá birtist möguleikinn að “breyta” eða “edit”. Smelltu á hann og þá birtist rammi í kringum textann sem fyrir er. Smelltu innan rammans og breyttu textanum eftir þörfum og svo geyma með því að smella á litla hakið til hægri.

Breyta textanum frá lýsingum síðunnar.
Þú getur einnig farið inn í ABOUT eða UM síðuna og breytir textanum þar. Oft ágætt að nota þann kost til að hafa yfirsýn og hliðsjón af öðrum textum, sem eru í UM kaflanum.

webmom.eu, breyta um síðuna

Hafðu hugfast að textinn getur brotnað ef hann er of langur. Sjá dæmi hér fyrir neðan, þar sem textinn virkar heill á fartölvunni, en brotnar svo ef þú skoðar símaútgáfuna. Skoðaðu sem sagt, hversu mikið af textanum þínum skilar sér að lokum á bæði síma og tölvu, því a.m.k. ríflega 60% notanda munu sjá Facebook síðuna þína á smartsímanum en ekki tölvunni.
webmom.eu, síma eða tölvuútgáfa af texta

Hér fyrir neðan sérðu samanburðinn á fyrirtækjum, sem hafa sett textann sinn sérlega vel saman, þannig að hann skilar sér sem allra best – og svo webmom.eu textanum, sem er ekki til fyrirmyndar að þessu sinni.

webmom.eu, um texti, forsíðumynd, facebook

Ef þú nýtir myndband, sem forsíðumynd, þá hverfur möguleikinn á því að nota texta yfir myndinni (eins og er) svo stundum er erfitt að velja hvað maður vill. Því er um að gera að breyta reglulega og skipta á milli lifandi myndar og ljósmynda. Góða skemmtun. Kíktu á greinina um Lifandi forsíðumyndir með því að smella HÉR.